Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
áttu með sér ævintýraþrá til að nema land á nýrri strönd.
Hinar víðlendu sléttur Ameríku heilluðu hugi þeirra.
Framaþráin birti þeim bleika akra í draumum framtíðar-
innar og ef til vill einnig gull og græna skóga. Allt sumarið
var beðið með nokkurri óþreyju eftir heimkomu Torfa. A
umsögn hans að lokinni landkönnunarferð hlaut að byggj-
ast að miklu leyti, hvort sá möguleiki var fyrir hendi fyrir
hina ungu Dalamenn að yfirgefa átthaga sína og græða
frjóar lendur í fjarlægri heimsálfu með leiðsögn foringj-
ans, sem þeir treystu. Enginn veit, hve miklu dagsverki
Torfi hefði skilað, hefði hann svalað athafnaþrá sinni
vestur í Ameríku, þar sem gróðurfarið birtist í hinni glæsi-
legu mynd. En það mun viðurkennd staðreynd, að hefði
það skeð, þá hefði íslenzk menningarsaga verið einum fögr-
um þætti fátækari en hún raunverulega varð. En þetta skeði
ekki. I mynni lítils dals við lítinn fjörð í afskekktri byggð
á Islandi, þar sem átthagar húsfreyjunnar voru á aðra
hönd, en átthagar húsbóndans á hina, var völlurinn hasl-
aður, sagan samin, Grettistakinu lyft og hliðið opnað fyrir
uppvaxandi og óbornum kynslóðum að breikkandi vegi
bjartrar menningar. Þess vegna komum við hingað i dag.
Þess vegna leikur jafnan ljómi um mynd Olafsdalshjón-
anna í hugum kynslóðanna um Dali, Strandir og gjörvallt
Island. Þessi ljómi endurspeglast í fögru skini sumarkvöld-
sólarinnar, er hún gyllir hnjúka Vestfjarðafjallanna og
réttir geisla sína yfir Gilsfjörðinn — heim að Olafsdal.
Við blessum minninguna og þökkum augnablikið, þegar
örlögin voru ráðin.
„í vöggunnar landi skal varðinn standa.“