Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 34

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 34
Ekið framhjá Staðarstað. Birtir yfir Bláfeldi blikar í heiði sólin, fram hjá Ara óðali örskjótt renna hjólin. Býsna ungur bjóst frá StaS, við bóknám snemma iðinn, og Halli ber að þakka það, að þrutu ei kálfskinn sniðin. Öruggt rakti hann œttartal og áa sína mundi, þótt hefði vist í Haukadal og helgar tíðir stundi. Af spökum hafði sanna sögn, snemma á bókfell skráði. Birti svo hin beztu gögn, biskupa með ráði. Lœrður reit um landnámsöld, lýsir hann dal og ströndum. Skylt er oss að heiðra hö!d, hvar í flokk sem stöndum.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.