Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 46

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 46
44 BREIÐFIRÐINGUR þjónustu vér íslendingar erum skyldir Þorra, get ég frætt ykkur um það. Áður en land þetta byggðist, var það innan vébanda veldis hans. Hann hafði haft hér bólfestu og beyki- stöð — og tekið ástfóstri við landið. Svo þegar það fór að byggjast, vék hann ekki burt, heldur flutti til fjalla og tók sér fyrir hendur að ala upp þjóðina og aga, svo að lands- menn gætu orðið honum samboðnir þegnar. Hvernig honum hefur tekizt þetta uppeldi, skal ég ekki dæma um, en sam- boðin er þegni Þorra lýsingin á Ingjaldi bónda í Hergils- ey, og vel getur átt við marga mæta menn, sem búið hafa í þeim blessuðu byggðum: „Því sál hans var stolt af því eðli, sem er í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt. Sem fóstrar við hættur, því það kennir þér að þrjóskast við dauðann, með trausti á þinn mátt. I voðanum skyldunni víkja ei úr, en vera í lífinu sjálfum sér trúr. Þið munuð nú kannske segja, að lítið ástríki hafi Þorri sýnt íslenzku þjóðinni, né gjafir hans verið kostaríkar. — „En sínum augum lítur hver á silfrið.“ Það er satt, að það, sem almennt er nefnt mildi, liggur ekki nærri Þorra. En ef við viljum vera sanngjarnir, verðum við að viðurkenna það, að þann mánuðinn, sem Þorra er sérstaklega helgað- ur, er sjórinn við strendur landsins oftast mjög gjöfull. En það er enn sem fyrr, að það er aðeins fært dáðrökkum drengjum að afla þeirra gjafa. Þær liggja ekki lausar fyrir. Hlér karl, sem þar ræður fjárhirzlu Þorra, er harður í horn að taka, og lætur ekkert laust nema fast sé eftir sótt. — En opni hann gullkistuna, er af gnægtum að taka. Bændum og búaliði hefur Þorri oft verið harður. Stund- um kemur hann til bænda blíður og brosandi. Að því lítur vísan:

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.