Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 48

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 48
46 BREIÐFIRÐINGUR Þorra, og hann verðan þeirrar virðingar, sem við nú veit- um honum. Að lokum flyt ég ykkur kveðju Þorra. Hann óskar, eins og ég, að þið sitjið hér heil að hófi og neytið frjáls fagn- aðarins. Hann harmar það að nú er sú öld um garð gengin og ekki að fullu aftur í bæ borin, að hægt sé að líkja eftir Geirfinni, sem um var kveðið: Hann Geirfinnur sálugi guðfaðir minn svo gallhraustan maga hann átti, að spýjulaust sprengt gat sig næstum á spritti og hákarli kæstum. Hann veit, að þið hvorki getið né viljið líkja eftir Geir- finni. En hann væntir þess að þið takið til fyrirmyndar hann Þorstein, sem frá er sagt, að þá er hann hafði étið sig svo mettan, að hann gat ekki meira, hallaði hann sér aftur á bak í sæti sínu með þessa bæn á vörum: „Eg vildi að ég væri háttaður og sofnaður — og vaknaður aftur og farinn að éta.“ — Þetta ætla ég að gera svo lengi sem matur endist og fljóðin mjúk disk og dúk draga að lúku minni.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.