Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 49

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 49
Þá var hanst Eftir Guðmund Baldvinsson, Hamraendum. Oft þegar ég var lítill drengur, varð mér starsýnt á fjöllin í vestrinu, hinum megin við Hvammsfjörð, ekki af því að þau væru fegurri en önnur fjöll, er héðan sjást, heldur af því hve oft þau voru blá, stundum hvítblá, stundum roða- blá, alltaf þessi fjarlægi töfrablámi, sem ég vissi ekki hvað geymdi. Þegar ég varð eldri, vissi ég, að kringum fjöllin blá var byggð, og í dölum þeirra hafði verið söguríkt, langt aftur í aldir, svo lét ég mig dreyma um fjöllin handan við fjörð- inn og fólkið, sem byggi þar. En margt getur nú skemmtilegt skeð, mitt í regnskúrum síðsumarsins gafst mér loks tækifæri að heimsækja þessi fjarlægu fjöll, sem þó voru bernskuvinir mínir. Hjónin Ólöf Sigvaldadóttir og Ari Guðmundsson verk- stjóri í Borgarnesi höfðu ákveðið skemmtiferð um Dali 11. september síðastliðinn og tóku með nokkra vini sína, og þar flaut ég með. A melunum fyrir neðan Snóksdal beið okkar bíllinn, 20 manna bíll, sterkur og ganggóður. Samferðafólkið var ungt og hrifið af ferðahug. Það gekk því fljótt að raða sér í sætin, og fyrr en varir hljóma fyrstu lögin, og bíllinn rennur norður um Laxárdalinn, áfram til hinna fyrirheitnu Dalastranda. Búðardalur, Ljárskógar, Ásgarður. Nöfn og staðir líða hjá. Þetta hef ég allt séð áður, og þá er eins og ekkert

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.