Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 51

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 51
BREIÐFIRÐINGUR mér stórar liugmyndir um þetta eina menntasetur sýslunnar. Fellið hátt og hrikalegt gnæfir yfir staðinn og skammt er til sjávar. Það er torskilið, hvar aflað hefur verið heyja handa stórum hópi búfjár, sem hér hefur verið hafður í tíð margra stórbænda, en svona var það samt, hér voru fjármargir og ríkir bændur hver af öðrum. Líklega hafa þeir sótt heyskap í eyjarnar í kring eða eitthvað upp fyrir klettabrúnirnar, en hvort tveggja hefur verið erfitt og lang- sótt, en karlar þeir hafa verið harðir í horn að taka, og ekki kallað allt ofvaxið þeim, sem áfram vildu komast, enda voru þeir traustir menn sveitar sinnar og sýslu. Skólinn á Staðarfelli er hin myndarlegasta bygging og óneitanlega er samræmi milli húss og umhverfis. Skógar- lundur hefur verið ræktaður austan og norðan við húsið. Allt eru þetta stórar og fallegar hríslur og gróðursettar þannig, að minnir á villtan skóg. Fer þetta einkar vel við landslagið og eykur tign staðarins. Bóndinn á Staðarfelli, Halldór Sigurðsson, tók okkur með háttvísi góðs bónda, leyfði okkur að matast í stofu í skólahúsinu og greiddi fyrir okkur á allan hátt. Sjálfur var hann þó störfum hlaðinri, þó að sunnudagur væri. I björgunum norðvestur af bænum hafði orðið vart við kindur, sem komnar voru í svelti, og nú hugðist hann ná þessum vandræðaskepnum, ef unnt yrði. Þess vegna var ekki hægt að njóta leiðsagnar Halldórs um staðinn, og hefur það áreiðanlega orðið okkur tap. Eitt og annað, er ferðafólkið sér, þarf úrlausnar, sem ekki fæst, þegar allir eru ókunnir. Á Staðarfelli er margt að sjá og minnast, allt frá dögum Hallgerðar. I kirkjugarðinum á Staðarfelli er allt á kafi í sigurskúf og blómgresi. Það rusl vildi ég að væri upprætt, þá myndi garðurinn verða fallegri og auðveldara að finna legstaði og minnismerki. Grafreitur Magnúsar og Soffíu og grafir

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.