Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 57

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 57
BREIÐFIRÐINGUR 55 félagslyndir og smekkvísir, og fer vel á því, að kirkjan sé þar engin hornreka. Þrátt fyrir veðrið, er var úr máta leiðinlegt, þá sá ég þó það mikið af Saurbænum, að nú veit ég að þar er falleg sveit og margir bæir, er telja má héraðsprýði, hvað byggingar snertir. En nú er ekki um neina prýði að ræða í dag. Það bezta, sem við getum gert, er að treysta bíl og bílstjóra, veðrinu getum við ekki treyst úr þessu, og „Jón, ó, Jón, bu-bu“ fær að ganga Særbæinn á enda. Framundan er Svínadalur. Regngusurnar byrgja alla útsýn, þegar þær skella á rúður bílsins. Þegar kemur lengra suður Svínadalinn, verða tæp- ast skúraskil. I móðu glugganna sjáum við Kjartansstein, fornaldarlegan og hnípinn. Það er eins og hann halli sér að vegfarandanum og hvísli: Hvað skeði hér fyrir eykt? Hefur Guðrún spunnið nóg? Bítur Fótbitur enn? Onnur lög óma um bílinn „Syngdu mig heim í heiðar- dalinn“, „Þú sæla heimsins svalalind“. Fg læt aftur augun og raula með, reyni að handsama mynd þess, er hér gerðist endur fyrir löngu. Björt tenór- rödd tekur lagið aftur: „Æ, hverf þú ei af auga mér“. Ung borgfirzk stúlka syngur. Man hún skyldleik Kjartans við Borgarfjörð? Kannske syrgir æskan, hve ungur hann var, þegar Fótbit var brugðið. Hvammsfjörður, grár og rjúkandi, er framundan, og heim verðum við að komast í kvöld, þrátt fyrir storm og regn. Rökkrið færist yfir. Ljósin í Búðardal eru eins og st’örnuaugu, er stara út í skapvonda haustnóttina, geisla- blikin lýsa helgi og frið yfir litla kauptúnið. Löngu síðar, þegar ég er kominn heim, finnst mér eins og lítil stjörnu- ljós sendi geisla sína, blæhvíta og fagra, langt út í nóttina og storminn, og í því skini sé ég allt, sem óséð var. Lítill geisli titrar um Skarð, Dagverðarnes og Vog. Hann lýsir nm fjöllin blá. Og nú er aftur komið vor.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.