Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 58

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 58
Dr. Björn Guðfinnsson. Það var sumarið 1920. Nokkur seglskip, sem verið höfðu á handfæraveiðum, lágu á höfninni í Stykkishólmi, en skipshafnirnar voru að búa skipin út í næstu veiðiför. I þeim hópi tók ég eftir þreklegum, hávöxnum, ungum manni, sem bar saltpokana léttilega ekki síður en þeir fullorðnu, en gáfulegt yfirbragð og fjarrænt augnaráð benti til þess, að ungmennið ætti sér víðari hugarheim. Síðar átti ég tal við þennan unga pilt og varð þá kunnugt, að hann hét Björn sonur Guðfinns bónda í Galtardal á Fellsströnd, og var aðeins 15 ára að aldri. Faðir hans, Guðfinnur, var þarna á sama skipi, en honum hafði ég veitt athygli, er skipin bjuggust á veiðar um vorið. Þeim manni gleymdi enginn eftir fyrstu sýn. — Alvarlegt, alskeggjað andlit og djúp, gáfuleg augu, sem virtust lesa manns leyndustu hugsanir, er mér enn í minni. Leiðir þessa unga manns lágu bráðlega burtu úr hérað- inu til náms og frama og verður sú saga ekki rakin hér, þótt hún sé harla merkileg. — Það er sagan af kjarkmikla, gáfaða, fátæka sveitapiltinum, sem leggur út á erfiða náms- braut og vinnur stóra sigra og kemst í tölu lærðustu og þekktustu manna þjóðarinnar. Nokkrum sinnum bar fundum okkar dr. Björns saman á liðnum þrjátíu árum, en ekki til verulegs samstarfs eða kynningar, fyrr en síðasta áratuginn. — Á þeim áratug leysti dr. Björn Guðfinnsson af hendi gífurlega mikla vinnu og merkilegt vísindastarf og átti þó við þrotlaust heilsu-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.