Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 59

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 59
BREIÐFIRÐINGUR 57 leysi að búa. Hann kenndi í skólura og útvarpi, ferðaðist um meginhluta landsins og prófaði framburð æskulýðsins, skrifaði vísindalegar ritgerðir og bækur og lá langar legur á sjúkrahúsum heima og erlendis. Vinnuþrek hans var fá- dæma mikið og honum datt víst aldrei í hug að hlífa sér. Þessi orð eru aðeins kveðja og minningar mínar um hann. Mörgum árum eftir að dr. Björn var að heiman farinn, kom ég að Galtardal. Var þá faðir hans látinn, en móðir og systkini tekin við búi. Bæjarhúsin voru ekki háreist eða viðamikil, en móttökurnar voru hlýjar og gestrisnin ógleymanleg. Mér er líka í minni svipur húsfreyjunnar, er við minntumst á soninn, sem þá sigldi hraðbyri á mennta- brautinni. — Hún ól djarfa drauma um framtíð hans og frama. Þeir draumar hafa nú rætzt, en ekki fengið að njóta sín til fulls. A mestu manndómsárum er sonurinn fallinn í valinn, en störf hans eiga eftir að lifa lengi með þjóðinni. Ath. Grein þessa fann ég í gömlum blöðum BreiðfirSings. Höfimdamafn var ekki með. — Ritstj.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.