Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 64

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 64
62 BREIÐFIRÐINGUR hið glæsilega afrek við Látrabjarg. Og hvernig er liðssafn- aðurinn þar? Athugið, að þetta er fámenn sveit. Deildin þar heitir Bræðrabandið. Og hugarfarið, sem ríkir bak við afrekið mikla, sést glöggt milli línanna í þessari yfir- lýsingu: Bræðrabandið telur 70 ævifélaga, elzti félaginn kona 91 árs, yngsti félaginn 8 vikna gamall drengur. Slíkur liðsafnaður er sómi og sem lýsandi stjarna til að fylgja á framans braut. Gjör þú slíkt hið sama. Þarna vann miskunnsami Sam- verjinn. Já, gjör þú slíkt hið sama. Enginn veit, hvað koma kann. Varðveitum vizku Auðar, þrek Þorgerðar og baráttuhug Ólafar, og tökum til fyrirmyndar í liðsafnaði litla Bræðra- bandið, sem nú er ein frægasta björgunarsveit í heimi og það að verðleikum. Munum: Aldrei að gefast upp. Aldrei að slaka á, fyrri en vizka, tækni og hugrekki hafa tekið höndum saman við hin góðu öfl tilverunnar og hrósað fögrum sigri yfir sorg- um og slysum. Munum orð hetjunnar á Skarði gegn öllum utanaðkomandi óvinum: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði.“ Kvenhetjurnar ganga fram til sigurs við sonabana gegn öllum raunum Ægis.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.