Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 65

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 65
Þakkarstef til Breiðfirðingafélagsins. Þegar kuldinn kvelur þjóð og hvergi er hlýju að finna, allir gleSi og andans glóð eiga í Ijóðum skálda sinna. Víst það bezta virðist hnoss, þá vinir fögru ljóðin syngja. Vel sé þeim, er veitti oss og vilja gleðja Breiðfirðinga. Elli gleður, yljar Iund uppstigningar helgan daginn, þjónustunnar milda mund á mannkœrleikastörfin Iagin. Árin þau, sem þegið hef þarfa skemmtun félagsmanna, þessi eiga að þakka stef og þeirra minnast velgerðanna. Þótt til þess eyðist tími og fé, það telst til sœmdar byggðar arfi. Blessun, heill og sómi sé sunginn þessu félagsstarfi. Guðmundur Kr. Jónatanssson frá Staðarfelli.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.