Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Síða 72

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Síða 72
70 BREIÐFIRÐINGUR hugsað margt, frændi,“ svaraði Pétur samstundis, „en ég studdi við árahlummana, því að ég hélt að Guði gamla kæmi það betur, að það væri andæft meðan flyti.“ Af þessu má hver draga þá ályktun sem vill. Ég minnist ekki, að hafa nokkru sinni heyrt opinskárri eða karlmann- legri trúarjátningu. Hin óbilandi karlmennska Péturs, þrek hans og æðruleysi birtist svo dásamlega í þessu svari. — Aldrei gefast upp. Ef hann skyldi deyja þarna úti á miðj- um Breiðafirði í blóma lífsins, í stórsjó og næturmyrkri, þá skyldi hann koma til dyranna eins og hann var hertygj- aður mitt í stríðinu. Mæta Guði sínum með árarnar í hönd- unum og segja: Hér er ég. Nú get ég ekki meira. Tak þú nú við og sjáðu fyrir framhaldinu. Pétur fór marga bratta báruna eftir þennan atburð, svo sem nærri má geta. Og loks á gamals aldri, þegar margar af þeim eyjum á Breiðafirði, sem mest var sóttur úr sjór fyrrum, voru komnar í eyði, og illt orðið að fá háseta, reri hann einn á bát heiman frá sér úr Bjarneyjum og Flatev. Var slíkt þó engan veginn hættulaust, því að heilsu hans var þá mjög tekið að hnigna. En alltaf komst hann heill í höfn. Ægir karl kom honum aldrei svo mikið sem á kné. Og ekki munu þeir hafa verið margir dagarnir frá því að hann fór sína síðustu sjóferð og þangað til hann dó. Hann andæfði sannarlega meðan flaut. Pétur var jafnan glaður og reifur í vina hóp, og aldrei heyrðist það á honum, að honum þætti sér ekki fullkosta,, eða væri óánægður með lífið. — Þó er mér nær að halda að hann hafi aldrei verið á réttum stað í tíma og rúmi — ekki verið á réttri hillu í lífinu. Hann fæðist tólf árum áður en æskilegt þótti, fer korn- ungur að stunda sjó á opnum bátum og skútum. Gerist formaður heima fyrir haust og vor, skútukarl á sumrin og smábóndi á vetrum. Þetta fer honum allt vel úr hendi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.