Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 76

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Page 76
UPPRISA Lag: Villiöndin. Með árgeislum sólar ég er hér á stjái og ilmurinn streymir frá sérhverju strái og gróandans mál vekur gleði í sál. Hér vígist hver hugsun af vaxtarins máli og víkur sér undan frá sérhverju táli. Og laufblaðið smátt flytur lof á sinn hátt. Mín hrifning er vakin af vœngjanna blaki og vorboðans rödd er í lóunnar kvaki. I vaxtarins móð kveða Iceki sín ljóð. Og daggperlan glitrar á gleym-mér-ei kolli og gráðið sér leikur á vötnum og polli. Ó, ljós, meira ljós, það er líf hverri rós, Og sólgeislinn breiðist um bjarkanna runna og blómin hann kyssir á hálfopna munna. Já, yl, meiri yl þráir allt, sem er til. Hér þakkar allt drottni hans dásemd og gœði hans dýrð veri lofuð í örlitlu kvœði. Ó, veit þú mín sál nemi vaxtarins mál! Bjami Hákonarson.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.