Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 77

Breiðfirðingur - 01.04.1955, Side 77
V estlendingar. Fræðimenn telja útkomu Vestlendinga eftir Lúðvík Kristjánsson einn helzta viðburð í þjóðlegum fræð- um hérlendis á síðustu ár- um, og mun það vissulega ekki ofmælt. Lúðvík virðist gæddur meðfæddri innsýn í liðin ár og aldir og frá- bærum skarpleika til að rekja þá þræði, sem virð- ast týndir og slitnir. Megum vér Breiðfirðing- ar sannarlega vera stoltir af þessu afreki hans, ekki sízt af því, að það er allt eða að miklum hluta um breiðfirzk efni og höfundurinn Breiðfirðingur. Tímaritið Breiðfirðingur þakkar Lúðvík Kristjánssyni hjartanlega fyrir frábærlega vel unnið starf og óskar hon- um til hamingju með heiður þann sem ritið mun varpa vfir nafn hans um aldir. Annað bindi Vestlendinga er nú nýkomið út, og mun höf. vinna að því þriðja. Ræður Breiðfirðingur öllum til að kaupa og lesa þetta gagnmerka sögurit úr byggðum Breiðafjarðar. ) Lúðvík Kristjánsson. Ritstj.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.