Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 18
Sr. Asgeii* Ásgeirsson, prófastnr
í Hviinmii I Ðölum
F. 22. september 1878. — D. 4. september 1956.
Þessi mikilhæfi klerkur
og fjölhæfi starfsmaður er
hniginn að moldu. Haust-
blærinn andar hélu úr húm-
skuggum nætur jafnt á
hæstu tré sem smæstu blóm,
sem fólu sig í skjól þeirra.
Sr. Asgeir var einn
þeirra, sem bar hæst á
ýmsan hátt meðal kirkju-
legra starfsmanna íslands
á 20. öldinni, sem nú er
meira en hálfnuð.
Hann var af göfgum ætt-
um góðra stofna í jarðvegi
þjóðfélagsins. Er Ásgeirs-
nafnið auðrakið til hinna
ágætustu sona þjóðarinnar, presta, skipstjóra, sýslumanna,
kaupmanna, skólastjóra, smiða og jafnvel hirðstjóra. Og er
einnig auðvelt að finna drætti í svipmóti, skapgerð og störf-
um sr. Ásgeirs, sem minnir á starf og hæfileika þessara
forfeðra og frænda hans.
Hann var vinsæll og virðulegur prestur, hlýr og lipur
í orðum og umgengni, trúr og dugmikill í margbrotnum
störfum og svo vandvirkur í smáu og stóru að af bar, t .d.
Sr. Asgeir Asgeirsson.