Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
áreiðanlega með tímanum skýrust gögn um persónusögu
og minningar margra merkra manna og kvenna, sem annars
mundu í gleymsku falla.
Bréf og fundarboð voru send öllum félagsmönnum, sem
til náðist.
I sambandi við það vil ég enn minna á Minningasjóð
Breiðfirðinga, sem gengið var frá formlega á þessu ári.
Ættu menn vel að hafa í huga að efla hann sem bezt og
halda þannig á lofti minningu ágætra Breiðfirðinga. Geta
má þess, að þessi sjóður hefur bók, sem færð eru inn í
æviatriði allra þeirra, sem minningargjafir hljóta, ásamt
mynd af þeim. Þetta mun algjört einsdæmi hérlendis og
er hinn bezti vísir að fullkominni ættfræði og persónulegum
upplýsingum, sem gætu myndað heilt safn með árum og
öldum. Auk þess er sjóðnum ætlað að vinna víðtaÆt og
þróttmikið starf til eflingar breiðfirzkri menningu, ef hann
getur eflzt til átaka. Enginn einn maður hefur unnið ótrauð-
ar að stofnun þessa sjóðs í núverandi stjórn en Olafur
Jóhannesson kaupmaður, og flyt ég honum þakkir félags-
ins fyrir hugkvæmni hans og dugnað.
Breiðfirðingakórinn starfaði af miklum þrótti undir
stjórn Gunnars Sigurgeirssonar píanóleikara. Formaður
kórsins er nú Ásgeir Ármannsson.
Fór kórinn söngför vestur í vor í tilefni 15 ára afmælis
síns, og var formaður Breiðfirðingafélagsins fararstjóri
ásamt Snæbirni G. Jónssyni.
Sungið var í Ólafsvík, Stykkishólmi, Búðardal, Bjarka-
lundi og á Kirkjuhóli við góðan orðstír. Einkum hlutu
einsöngvararnir, frk. Kristín Einarsdóttir og Gunnar Ein-
arsson, mikið lof.
Formaður Breiðfirðingafélagsins flutti ávarp á hverjum
stað og auk þess messu að Reykhólum.
Ennfremur söng kórinn að Hlégarði í Mosfellssveit og