Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 73
Um strendur, dali, annes og eyjar
i
Nýr sýslumaður, og þingmðaur Dalamanna.
Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður í Búðardal lætur nú
af embætti eftir langt og farsælt starf, en við tekur Friðjón
Þórðarson, lögreglufulltrúi í Reykjavík og fyrrverandi for-
maður Breiðfirðingaféagsins, hefur hann nú verið kjörinn
alþingismaður.
Flugvöllur í Múlasveit.
Arið 1954, seint í ágúst, fór Guðhrandur Jörundsson
fyrst á áætunarbíl vestur yfir Klettsháls og Þingmannaheiði
til Patreksfjarðar. Þar með var Múlasveit komin í beint
samband við Reykjavík. En nú mun hafizt handa, að gera
flugvöR á Skálmarnesmúla, og mega því íbúar þessarar af-
skekktu sveitar, sem lengi hefur verið meðal hinna ein-
öngruðustu á landinu muna tvenna tímana. Verið er einnig
að gera hílveg út Fjarðarhlíð.
Výr þingmaður í Barðastrandarsýslu.
Sigurvin Einarsson, framkv.stj. Dósaverksmiðjunnar í
Reykjavík hefur nú verið kjörinn þingmaður Barðstrend-
inga.
Gísli Jónsson lætur nú þar af þingmennsku að sinni, og
er mál margra, að aldrei hafi Barðastrandasýsla átt slíkan
þingmann, og fáar sýslur landsins hafi tekið slíkum fram-
förum og hún í hans þingmennskutíð.
Vegur fyrir „Jökul“.
Nú hefur verið opnaður vegur út fyrir SnæfeRsjökul til
Sands. Er að þessu hin mesta samgöngubót fyrir þorpin