Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 69
BREIÐFIRÐINGUR
67
Séra Guðlaugur svaraði fyrir hönd þremenninganna:
Þrenning hatar, þess er von,
þjófur fjár og svanna,
aldraður Satans óskason,
andstyggð góðra manna.
Jakob Aþaníusson átti einnig heima á Barðaströnd, fyrst
í Tungumúla, en síðar í Gerði. Þá bjó í Haga Jón Guð,
mundsson en um konu hans Valgerði orti Jakob:
Iíenni lag er ekkert á,
öll til baga snúin.
Alla daga geltir grá
guðlaus Haga frúin.
Nesvogur.
Nesvogur skerst inn í Þórsnes austanvert við Grunna-
sundsnes. Vog þennan leggur í fyrstu frostum, og er hann
oft farinn á ísum, því það styttir leið, er fara skal milli
Stykkishólms og innsveitanna, Helgafellssveitar og Skógar-
strandar. Hefur það mörgum orðið að tjóni, því mikinn
kunnugleik þarf til að sneiða hjá ótryggum blettum, sem
stafa af því, að vogurinn er grunnur og víða kaldavermsl
í botni. Nesvogur er og ein af þeim torfærum, sem einhver
hefur í gremju sinni áskapað að granda tuttugu mannslíf-
um. Ef til vill er nú sú tala full, því að ekki veit ég til,
að nokkur hafi farizt í vognum síðan 1869, að Helgi bóndi
á Ytra-Leiti á Skógarströnd drukknaði þar niður um ís.
Reimt þykir í kringum voginn, þó að yfir taki á ísum hans.
Eru margar sagnir vestra um svipi manna og hesta, sem
sveima þar á síðkvöldum í myrkri eða tunglsljósi.
Eitt sinn sendu foreldrar mínir vinnumann sinn út í
Stykkishólm að vetrarlagi; hann var stilltur og sannorður