Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 38
Ingibjörg Þorgeirsdóttir:
Að haustnóttum 1955
Þá er nú liðið þetta bjarta sumar, sem gefið hefur okkur
gull árgæzkunnar til lands og sjávar í ríkari mæli en flest
önnur seinasta aldarfjórðunginn. Um blessun þess og gæzku
tala skýrustu máli hlöður bændanna fullar af sígrænni
töðu og uppskeran úr görðum þeirra. I fyrsta skipti í sögu
landsins er nú líka talað um offramleiðslu á garðamat —-
á gulrófum — fyrst og fremst. Ekki er þó víst að um mikla
offramleiðslu væri að ræða, ef fullnægja ætti hinni eðli-
legu neyzluþörf landsmanna árið um kring. Hitt er augljósí
mál, að Reykjavík, sem auðvitað er stærsti rófnakaupamh
inn, getur ekki stungið þeim svo að segja öllum upp í sig
í einu. Fólkið þarf að borða oftar en nokkrum sinnum á
haustin og framan af vetri. Það myndi gjarnan halda áfram
að eta rófur sveitamanna allan veturinn og fram á sumar,
ef því stæði ]rað til boða.. Undanfarin ár hefur hins vegar
venjan verið sú, að þegar liðið hefur verið á veturna, þá
hefur ekkert framboð verið á rófum, þær hafa verið upp-
étnar. En nú í ár lítur út fyrir að framleiðslunnar vegna
gæti framboð verið á rófum allan veturinn og vel það. Eri
þá kemur í ljós alvarleg vöntun, sem í vaxandi mæli —-
eftir því sem framleiðslan eykst -—- liáir ræktun grænmetis
og garðávaxta. Það er vöntun á góðum gevmslum fyrir
þessar afurðir. Ef úr því yrði bætt, gæti svo farið að jafn-
vel álíka rófnauppskera og nú í haust yrði ekki talin of-
framleiðsla, en hvortveggja yrði hægt að tryggja: fram-