Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 57

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 57
BREIÐFIRÐINGUR 55 vegum lians Magnús Þórarinsson, Austfirðingur að ætt, móðurbróðir Gunnars Gunnarssonar skálds. Hann fór ekki erindisleysu til Stykkishólms, því að hann festi sér þar unga og glæsilega stúlku, Jórunni, dóttur Daníels Thor- laciusar. Magnús ílentist ekki í Hólminum að þessu sinni, og engan grunaði, að koma lians þangað ætti eftir að valda örlagaskilum í lífi Málmfríðar Valentínusdóttur. Snemma lærði Málmfríður sauma hjá móður sinni og þótti kippa í kynið. Þær mæðgur munu ekki hafa litið alla hluti í sama ljósi og stundum tekið í hnúka hjá þeim, þá er þeim sinnaðist, því að báðar voru geðríkar og fastar fyrir, ef þær neyttu kapps. Þegar Málmfríður var lögveðja, hugðist hún hleypa heimdraganum, en móðir hennar sparn gegn og vildi hana ekki heiman fara. Hafði Málmfríður fá orð um og umsvif engin, en gekk á fund Lárusar H. Bjarnason sýslumanns og innti eftir, hvort hún hefði ekki aldur til að vista sig, þar sem henni litist. Fékk hún greið svör hjá Lárusi og hafði von bráðar ráðið sig vestur í Rauðseyjar. Reyndist hún hamhleypa við öll störf og vildu hana í vist til sín miklu fleiri en fengu. Þá er hún kom aflur úr eyjum, dvaldist hún um hríð með foreldrum sínum, en árið 1902 gerðist hún vinnukona hjá Oddi bróður sínum, sem þá var kvæntur og setztur að í Teitsbæ. Þetta sama ár fluttist ti! Stykkishólms norðan af Langanesi Magnús Þórarinsson og Jórunn Thorlacius. Hafði hann keypt skipaeign Bjarna Jóhannssonar og hugði til mikillar útgerðar og athafna. Með Magnúsi komu vinnuhjú að norðan, og meðal þeirra var ungur maður, Hálfdán Eiríksson að nafni, ættaður af Langanesströndum. Hálfu öðru ári síðar, eða 29. desember 1903, giftust Málmfríður og Hálfdán, og bjuggu í Stykkis- hólmi rösklega fjörutíu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.