Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 25
BREIÐFIRÐINGUR
23
eða reistu upp hellur við hreiðrin fuglinum til skjóls. Víða
voru og settar upp hræður fyrir varg. Skæðasti vargurinn
er hrafninn, einkum þegar kölcl vor eru, þá hópast hann
í varplöndin og rænir eggjum, einkum fyrstu vikurnar.
Æðurin verpir á nóttunni einu eggi í senn, stundiim með
nokkurra daga millibili, en hverfur síðan út á sjó að deg-
inum. Þegar komin eru 4—5 egg í hreiðrið, leggst hún á.
Þetta gerir hún til þess að eggin misungist ekki, því að á
öðrum degi eftir að ungarnir fara að skríða úr eggjunum
fer hún með þá til sjávar.
VARGUR í VARPINU
Hrafninn hefur því gott tækifæri á daginn til þess að
ræna eggjunum. Ef æðurin er rænd eggjum sínum flytur
hún sig til og byggir sér annað hreiður og getur jafnvel
svo farið, að hún verpi ekki að vori á þeirri eyju, sem hún
hefur verið rænd. Alger friður og næði er því nauðsynlegt
til þess að viðhalda varpinu.
Svartbakurinn er einnig oft skæður vargur í varpinu, en
hann verpir innan um æðarfuglinn. Hann rænir oft eggjum,
en þó virðist ránshneigð hans vera einstaklingsbundin.
Sumir svartbakar virðast láta æðarfuglinn alveg í friði.
Aftur á móti veldur hann miklu tjóni á ungunum, eftir
að æðarfuglinn er kominn með þá á sjó út. Svartbakurinn
er því hvergi friðhelgur og alls staðar réttdræpur. Það
þarf að ganga um varpið einu sinni til tvisvar í viku eftir
að fuglinn er farinn að liggja á. Eru þá stundum tekin úr
hreiðrinu 1—2 egg eftir því hvernig ástand hreiðursins er.
Einnig er þá tekið ofurlítið af dún í hverju hreiðri, þar
sem fuglinn hefur fullreytt sig; var oft talið, að þá gæfi
fuglinn meiri dún en ella. Þetta var nefnt að fara í leitir
í varplöndin. Var þá í leitum þessum allt tekið undan svart-
baknum um leið og hlynnt var að æðarfuglinum.