Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 78
Breiðfirðingafélagið
Starfsskýrsla 1955
Stjórn félagsins var skipuð þessum mönnum:
Árelíus Níelsson, formaður,
Jóhannes Olafsson, varaformaður,
Alfons Oddsson, gjaldkeri,
Ástvaldur Magnússon, ritari,
Ólafur Jóhannesson,
Bergsveinn Jónsson,
Björgúlfur Sigurðsson,
Óskar Bjartmarz,
Sigríður Húnfjörð,
Ásbjörn Jónsson, meðstjórnendur.
Stjórnin hefur með sér ýmiss konar verkaskiptingu, sem
óþarft er hér að rekja. Einkum eru það eftirlitsmenn með
störfum deildanna, sem þurfa að fylgjast vel með. Og
nefndir þær, sem stjórnendur starfa í, eru margar yfii;
árið, því að margt þarf að athuga, allt frá ráðningu spil-i
ara við dans og útvegun verðlauna og lil virðulegra minm
ingagjafa við útfarir og helgiathafnir. — Stjórnin hélt 11;
fundi á þessu ári og má af því marka, að margt var íhugað
og mikið rætt.
Félagatalan á árinu hefur að mestu staðið í stað, en þó
heldur fækkað, þar sem 6 hafa sagt sig úr félaginu, en að-
eins 5 bætzt við. Vildi ég mælast til, að sem flestir, sem
áhuga hafa fyrir slíkum félagssamtökum, hvetji fólk til
að vera með, einkum fólk, sem nýflutt er að vestan og
ungt fólk, sem ættað er frá Breiðafirði.