Breiðfirðingur - 01.04.1956, Blaðsíða 23
BREIÐFIRÐINGUR
21
heimilið og hestar til dráttar á heimaeynni. Svo eru þær
greinar, sem til hlunninda teljast. Fugla- og eggjataka,
æðarvarp, selveiði og lítils háttar sjósókn til að afla fiskjar
fyrir heimilið. Eyjabúskapur krefst mikils fólkshalds og
voru heimili því fjölmenn. Búskapurinn er erfiður og mik-
illar vinnu krafizt af fólki. Konur vinna einnig oft þau
störf, sem til lands eru eingöngu talin karlmannsverk. Þær
ganga til sláttar, binda hey og bera bagga á skip og vinna
yfir höfuð öll hin sömu verk og karlmenn.
SNJÓLÉTT í EYJUM
— En snúum okkur þá að vorverkunum. Hver eru þau?
spyrjum við Jóhann.
— Fé geta eyjabændur yfirleitt sleppt fyrr en lands-
bændur, því að snjóléttara er oftast þar úti. Eyjar grænka
oft snemma á vorin, einkum þar sem lundinn verpir. Yfir
veturinn er féð haft á heimaeynni, þar sem bæjarhús eru
öll. En strax á vorin er féð flutt út í hinar ýmsu eyjar, en
þær heyra oft svo tugum skiptir undir hverja jörð. Oxney
á til dæmis um 80 eyjar, en hin stærsta af Suðureyjunum,
Brokey, á annað hundrað eyjar. Það er því mikið verk að
flytja féð út í eyjarnar á vorin, oftast löngu fyrir burð.
Flestir eyjabændur þurfa að flytja fé sitt á land upp til
sumarbeitar. Er það ýmist gert fyrir burð eða eftir og er
sinn siðurinn á hverjum bæ. Brokeyjarbændur eru hinir
einu ,sem ekki þurfa að flytja fé sitt í land.
Eyjamenn eiga ekki rétt til afréttarbeitar í landi. Þurfa
þeir því að semja við einhvern landbændanna um að taka
féð af sér og greiða þeir honum fyrir, oftast í einhverjum
hlunnindaafurðum. Ekki er mér kunnugt um, hve hátt þetta
beitargjald hefur verið og mun það hafa verið misjafnt,
eftir því hverjir í hlut áttu. Til var, er eyjamenn fluttu fé
sitt á land fyrir burð, að þeir, sem beitilandið léðu, sáu