Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 23

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Síða 23
BREIÐFIRÐINGUR 21 heimilið og hestar til dráttar á heimaeynni. Svo eru þær greinar, sem til hlunninda teljast. Fugla- og eggjataka, æðarvarp, selveiði og lítils háttar sjósókn til að afla fiskjar fyrir heimilið. Eyjabúskapur krefst mikils fólkshalds og voru heimili því fjölmenn. Búskapurinn er erfiður og mik- illar vinnu krafizt af fólki. Konur vinna einnig oft þau störf, sem til lands eru eingöngu talin karlmannsverk. Þær ganga til sláttar, binda hey og bera bagga á skip og vinna yfir höfuð öll hin sömu verk og karlmenn. SNJÓLÉTT í EYJUM — En snúum okkur þá að vorverkunum. Hver eru þau? spyrjum við Jóhann. — Fé geta eyjabændur yfirleitt sleppt fyrr en lands- bændur, því að snjóléttara er oftast þar úti. Eyjar grænka oft snemma á vorin, einkum þar sem lundinn verpir. Yfir veturinn er féð haft á heimaeynni, þar sem bæjarhús eru öll. En strax á vorin er féð flutt út í hinar ýmsu eyjar, en þær heyra oft svo tugum skiptir undir hverja jörð. Oxney á til dæmis um 80 eyjar, en hin stærsta af Suðureyjunum, Brokey, á annað hundrað eyjar. Það er því mikið verk að flytja féð út í eyjarnar á vorin, oftast löngu fyrir burð. Flestir eyjabændur þurfa að flytja fé sitt á land upp til sumarbeitar. Er það ýmist gert fyrir burð eða eftir og er sinn siðurinn á hverjum bæ. Brokeyjarbændur eru hinir einu ,sem ekki þurfa að flytja fé sitt í land. Eyjamenn eiga ekki rétt til afréttarbeitar í landi. Þurfa þeir því að semja við einhvern landbændanna um að taka féð af sér og greiða þeir honum fyrir, oftast í einhverjum hlunnindaafurðum. Ekki er mér kunnugt um, hve hátt þetta beitargjald hefur verið og mun það hafa verið misjafnt, eftir því hverjir í hlut áttu. Til var, er eyjamenn fluttu fé sitt á land fyrir burð, að þeir, sem beitilandið léðu, sáu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.