Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 57

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Page 57
BREIÐFIRÐINGUR 55 vegum lians Magnús Þórarinsson, Austfirðingur að ætt, móðurbróðir Gunnars Gunnarssonar skálds. Hann fór ekki erindisleysu til Stykkishólms, því að hann festi sér þar unga og glæsilega stúlku, Jórunni, dóttur Daníels Thor- laciusar. Magnús ílentist ekki í Hólminum að þessu sinni, og engan grunaði, að koma lians þangað ætti eftir að valda örlagaskilum í lífi Málmfríðar Valentínusdóttur. Snemma lærði Málmfríður sauma hjá móður sinni og þótti kippa í kynið. Þær mæðgur munu ekki hafa litið alla hluti í sama ljósi og stundum tekið í hnúka hjá þeim, þá er þeim sinnaðist, því að báðar voru geðríkar og fastar fyrir, ef þær neyttu kapps. Þegar Málmfríður var lögveðja, hugðist hún hleypa heimdraganum, en móðir hennar sparn gegn og vildi hana ekki heiman fara. Hafði Málmfríður fá orð um og umsvif engin, en gekk á fund Lárusar H. Bjarnason sýslumanns og innti eftir, hvort hún hefði ekki aldur til að vista sig, þar sem henni litist. Fékk hún greið svör hjá Lárusi og hafði von bráðar ráðið sig vestur í Rauðseyjar. Reyndist hún hamhleypa við öll störf og vildu hana í vist til sín miklu fleiri en fengu. Þá er hún kom aflur úr eyjum, dvaldist hún um hríð með foreldrum sínum, en árið 1902 gerðist hún vinnukona hjá Oddi bróður sínum, sem þá var kvæntur og setztur að í Teitsbæ. Þetta sama ár fluttist ti! Stykkishólms norðan af Langanesi Magnús Þórarinsson og Jórunn Thorlacius. Hafði hann keypt skipaeign Bjarna Jóhannssonar og hugði til mikillar útgerðar og athafna. Með Magnúsi komu vinnuhjú að norðan, og meðal þeirra var ungur maður, Hálfdán Eiríksson að nafni, ættaður af Langanesströndum. Hálfu öðru ári síðar, eða 29. desember 1903, giftust Málmfríður og Hálfdán, og bjuggu í Stykkis- hólmi rösklega fjörutíu ár.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.