Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 8
6
BREIÐFIRÐINGUR
sanna íslendings, sem hvarvetna er sofinn, hann bendir á
sigur bjartra vona, hann eflir hinn veika félagsanda og held-
ur vöku sinni og annarra í sambandi við Jón Sigurðsson í
stöðugum bréfaskiptum í 37 ár. Hann er eldhuginn, sem
ekki þolir seinagang og vill jafnvel efla hér vopnabirgðir
frá Englandi svo að danskir hermenn komi ekki að tómum
kofunum, er þeir halda herskipum sínum að ströndum. —
Og svo mikill var áhugi hans, að stundum finnst honum
erfitt að fylgjast með frænda sínum Jóni Sig., sem bíður
svo ótrúlega rólegur eftir hentugum tækifærum, en lætur
samt engan bilbug á sér finna. Sr. Olafur Johnsen var ekki
jafnauðugur að krafti biðlundarinnar sem afli áhugans og
því verður sókn hans nokkuð í bylgjum. Samt stendur hann
alltaf ótrauður við hlið frænda síns og mágs og ver bæði
brjóst hans og bak, en þess þurfti oftar en flestir gjöra sér
nú grein fyrir, því að Jón var misskilinn af mörgum, skoð-
anir hans rangfærðar og hugsjónir hans rödd hrópandans
í auðn tómlætisins.
Þá var séra Ólafur brautryðjandinn, sem fremur flestum
eða öllum heima-Islendingum gjörði beinar brautir frelsis-
hetjunnar að svo miklu leyti, sem hægt er að orða það svo.
Allt þetta og miklu fleira verður lesið úr hinum mörgu
bréfum Staðarklerksins til forsetans, þótt oflangt yrði að
rekja efni þeirra hér. Sama er að segja um fundargerðir frá
Kollabúðafundunum og bænaskrár frá þessum tímum. Allt
vitnar þetta um mikla hugsun og framsýni, skelegga baráttu
og öflugan frelsisanda foringjanna, sem vaknaðir eru til að
skilja hið mikla hlutverk íslenzku þjóðarinnar, sem frjálsrar,
fullvalda og framsækinnar þjóðar.
Sr. Ólafur Johnsen og Jón Sigurðsson eru bræðrasynir.
Einar stúdent faðir Olafs var bróðir sr. Sigurðar á Rafns-
eyri. En Ólafur var fæddur 8. jan. 1809 í Mýrarhúsum
á Seltjarnarnesi, og var þannig aðeins tveimur árum eldri