Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 9

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 9
BREIÐFIRÐINGUR 7 en Jón, enda bjuggu þeir í sama herbergi á námsárum i Kaupmannahöfn og Jón giftist Ingibjörgu Einarsdóttur, systur sr. Ólafs svo að þeir voru líka mágar, eins og áður er vikið að. Annars ólst séra Ólafur upp fyrir sunnan og móðir lians var Ingveldur Jafetsdóttir verksmiðjumanns í Reykja- vík. Munu þau hjónin, Einar og Ingveldur lengst hafa búið í Þerney á bernskuárum Ólafs, því að hann er fermdur í Gufuness kirkju. Lítið var hann í skóla, en lærði í 6 vetur hjá Árna Helgasyni stiftsprófasti og tók stúdentspróf frá honum. Það er því einnig líkt með námsbraut þeirra frændanna, þeir hafa hvorugur þekkt námsleiða frá skólabekkjum nú- tímans. Háskólanám Ólafs fór svo fram í Kaupmannahöfn. En þangað lágu leiðir flestra, sem á annað borð ætluðu sér að búa sig vel undir embætti, enda enginn skóli hérlendis eftir að stúdentsprófi lauk. Ekki verður séð, að sr. Ólafur hafi verið neinn sérstakur námsmaður, þótt próf hans séu sæmileg og mun þar einhverju hafa valdið ónógur undir- búningur, og hins vegar áhugi fyrir öðru en skólabókum. Hann vígðist svo að loknu guðfræðiprófi að Breiðaból- stað á Skógarströnd hinn 27. ág. 1837, en fór þangað ekki fyrr en vorið eftir. Vart mun Reykjavík, en Ólafur taldist þá Reykvíkingur, nokkru sinni hafa fært Breiðafirði betri gjöf en þennan unga, eldlega prest. Hann var þá nýlega giftur Sigríði dóttur sr. Þorláks Loftssonar í Móum á Kjalarnesi. Er það stytzt af að segja, að allt fór þessum hjónum úr hönd með sérstökum myndarskap. Byggði presturinn upp flest staðarhús á Breiðabólstað, en fór þaðan eftir þrjú ár eða 1841 að Stað á Reykjanesi í Barðastrandasýslu. Var þeirra sárt saknað á Skógarströnd, en þar vakti sr.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.