Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 13

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 13
BREIÐFIRÐINGUR 11 En þó er sagt, að hann viknaði, þegar hann kvaddi Ingi- björgu systur sína og Jón forseta á Austurvelli haustið 1852, en þá fylgdi hann Þorláki syni sínum til Reykjavíkur, og nokkru síðar fór Þorlákur til náms í Englandi og dvaldi þar árum saman. En þar hugði faðir hans bezt áhrif frelsis og frama honum til handa, en sendi hann ekki til Kaup- mannahafnar eins og þá var algengast. Þorlákur Johnsen varð síðar einn hinn kunnasti kaupsýslumaður í Reykjavík og er enn hér verzlun sem kennd er við nafn hans og sonar hans, sem ber nafn prófastsins sr. Olafs. Tvö af yngri börn- um prestshjónanna á Stað náðu aldri og eignuðust börn. Það voru þau Guðrún kona sr. Steingríms Jónssonar í Otra- dal og Jóhannes Davíð sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, faðir Alexanders Jóhannessonar prófessors og fyrrv. há- skólarektors og þeirra systkina. Þykir myndarskapur og gáfur ættföður og móður hafa gengið í arf til göfugra niðja og orðið íslenzkri þjóðmenningu æ til blessunar. Sr. Ólafur kenndi mörgum námssveinum á heimili sínu. Sagt er að 20 piltar hafi lært þar meira og minna undir skóla og 6 vandalaus börn ólust þar upp að mestu. Af lærisveinum sr. Ólafs er þekktastur Björn Jónssou, ritstjóri og ráðherra, faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta hins endurreista lýðveldis á Islandi. Þannig rættust hinir djörfustu draumar stjórnmálaskör- ungsins á Stað, sem þrátt fyrir misskilning, raunir og sár- ustu harma hélt vöku sinni Islandi til handa til hinztu stund- ar. Hann andaðist á Stað 17. apríl 1885. Þau eru ekki út í bláinn orð skáldsins sem söng: Á Stað er foss, sem fellur með fjöri haust og vor, hann syngur Ólafs sögu, þá sól er bak við Skor.

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.