Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 18

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 18
16 BREIÐFIRÐINGUR grjóti og styrktur með staurum. En ekki stóðu þau mann- virki lengi. í aftaka brimi og ofsaroki árið eftir hrundi garðurinn. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, til þess að bjarga bátunum, og tókst það. En fimm menn týndu lífinu, er þeir voru að fara fram í einn bátinn á smákænu. Garðurinn hefur nú verið steyptur, en ekki getur höfnin þó talizt brúkleg, og allar vonir Sandara munu nú tengdar við landshöfnina í Rifi. A bakkanum fyrir ofan gömlu lendinguna á Sandi stend- ur jarðfastur steinn, er nefnist Álagasteinn. Hann er um einn metri á hæð og tilvalið festarhald. I steininn neðan- verðan er sprunga, og þar í hefur verið slett steinsteypu. Er sú saga til þess, að síldveiðiskip kom fyrir nokkrum ár- um til Sands, til þess að taka mann. Skipverjar réðust þá í galsa að álagasteini, brutu hann og veltu niður í fjöru. — Þegar útgerðarmaðurinn syðra, sem ættaður var frá Sandi, frétti þetta, fékk hann menn til að draga steininn aftur upp á bakkann og múra hann saman. En allt kom fyrir ekki. Einn mann tók út af bát þessum á síldarvertíðinni, og var sá maður frá Hellissandi. En þau álög voru sögð fylgja Álagasteini, að sú skipshöfn, sem hann bryti, myndi missa mann af sér. Litla hugmynd gátum við ferðalangarnir gert okkur um brimið á Sandi og reyndar alls staðar þar, sem við komum að sjó í þessari ferð, því að svo mátti heita, að hvergi lóaði við stein. / Rifi. Á sunnudagsmorgun var haldið inn í Rif. Þar er búið myndarbúi, og þar er eitt mesta kríuger, sem menn vita dæmi til. Stafar það af því, að bóndinn í Rifi harðbannar öllum að ræna kríueggjum. Á hann það jafnvel til að hræða baldna stráka með púðurskotum. Krían er fyrtinn fugl og

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.