Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 22

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 22
20 BREIÐFIRÐINGUR notið vinar síns, Bárðar Dumbssonar Snæfellsáss. Bárðar- kista er fell nefnt uppi undir Jöklinum. Þar eru fólgin auð- æfi Bárðar og munu víst liggja þar lengstum, því að í Bárðarkistu kemst ekki hver óvalinn dóni. Nei, sá maður þarf að hafa margt óvenjulegt til brunns að bera, og eru þetta helztu skilyrðin, sem uppfylla þarf: Að vera fæddur af sjötugri kerlingu. Að hafa lifað á meramjólk í 12 ár. Að hafa ekkert gott lært. Líklegt er, að fyrst talda skilyrðið verði erfiðast viðfangs, því að til þess að uppfylla það, þurfa foreldrarnir að hafa haft mikla fyrirhyggju og sér- stæða hæfileika. Undir Ingjaldshól lá áður fyrr fjöldinn allur af hjá- leigum. Þær eru nú allar í eyði. Ein hjáleigan hét Þæfu- steinn, og er til þjóðsaga um það, hvernig þetta óvenjulega nafn varð til: Bærinn hét áður á Steini. Eitt sinn kom maður þar og beiddist gistingar. Húsfreyja var ein heima, og kvað hún gistingu heimila, ef gestur héti að þæfa vaðmálsvoð tvítuga morguninn eftir. Gestur hét því. Um morguninn veitti hús- freyja gestinum beina og fékk honum síðan voðina og hurð, til þess að þæfa á. Hvarf húsfreyja þessu næst inn í bæ til þess að búverka. Góðri stundu síðar gengur svo húsfreyja út, til þess að sjá, hvernig þófið gengi. Var þá gesturinn allur á bak og burt, en á steini nokkrum stórum undir bæjar- veggnum var böggull, og er hún hyggur nánar að, sér hún, að þetta er þæfan og er nú orðin svo þétt samanbarin sem steinn væri, og fær hún hvorki rakið til upphafs né endis á henni. En í steininn var kominn laut eða slakki, þar sem þæft hafði verið. Heitir steinn sá síðan þæfusteinn, og dreg- ur bærinn þar af nafn. Höfðu menn það síðan fyrir satt, að þófarinn mundi Bárður á Jökli verið hafa. Frá þessum at- burði er kominn sá siður að heita á Bárð til þófs

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.