Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 23

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 23
BREIÐFIRÐINGUR 21 „Bárður minn á Jökli leggstu á þófið mitt; ég skal gefa þér lóna innan í skóna og vettlinga á klóna.“ Hólahólar og Berudalur. Skammt fyrir utan Sand eru Gufuskálar. Þar var mikið útræði áður. Nú eru Gufuskálar í eyði. Sömu sögu er að segja um Saxhól og Bervíkurbæina. A Saxhóli bjó fyrstur Saxi bróðir Ingjalds. Þar var kirkjustaður fyrst eftir að kristni var lögtekin, en síðar var kirkjan flutt að Ingjalds- hóli. Á hraunbreiðunum vestan undir Jöklinum eru hér og hvar gíghólar, gömul eldvörp, þar sem jarðeldur hefur brotizt út, er ekki fékk útrás um aðalgíginn í Jökulkollin- um. Þannig eru Purkhólar milli Malarrifs og Einarslóns orðnir til, og norðar Hólahólar, Saxhólar og Ondverðarnes- hólar og e.t.v. fleiri gígir smærri. I ferð þessari voru Hóla- hólar skoðaðir. Gígbotn Hólahóla er rennsléttur, og stafar það af því, að í vorleysingum rennur vatn inn í gíginn, en hólarnir mynda hálfhring í kring og veit opið mót norðri. I miðjum botni gígsins er hella, um einn metri á hvern veg. Er það kallað Beruleiði. Á þar að liggja Bera, sem nam land á þessum slóðum. Bera þessi virðist hafa verið dálítið sérsinna, því að hún mælti svo fyrir, að hana skyldi grafa þar sem aldrei sér sól, og því var hún grafin á þessum stað. I Hólahólum var stórbýli, en nú eru um 60 ár síðan JÖrðin var yfirgefin. Síðastur bjó þar Cyrus faðir Hjartar, sem allir gamlir Sandarar þekkja. Undir Hólahóla lá Drit- vík, og hirti Hólahólabóndi afgjald af hverju skipi, sem í Dritvík réri. Munu það hafa verið drýgstu hlunnindi jarð-

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.