Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 26

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 26
24 BREIÐFIRÐINGUR Eftirvæntingin var mikil að sjá þessa sögufrægu verstöð, því þótt Dritvík hafi misst allt annað, þá hefur hún þó seiðmagn umfram flesta aðra staði. A leiðinni hafði ég yfir vísu úr Áföngum Jóns Helgasonar: Nú er í Dritvík daufleg vist, drungalegt nesið kalda; sjást ekki lengur seglin hvít sjóndeildarhringinn tjalda. Tröllakirkjunnar tíðasöng tóna þau Hlér og Alda. Fullsterk mun þungt að færa á stall, fáir sem honum valda. Tröllakirkja, Maríusandur, Bárðarskip, Driturinn, Brjótur- inn. 011 voru þessi nöfn mér kunn, en nú átti ég að líta Dritvík eigin augum í fyrsta sinn. Og áður en varir er maður kominn í hraunbrúnina, og Dritvík liggur fyrir fótum manns. Þarna er Tröllakirkja lengst til vinstri, Bárðarskip fyrir miðri víkinni, eins og bátur með heyfarm eða kannske skreiðarfarm, og lengst til hægri er Driturinn eða Víkur- klettur, en honum á Dritvík fyrst og fremst frægð sína að þakka. Ef hans nyti ekki við, þá skylli vestan og suðvestan- báran óbrotin á sandinum, og þá væri lendingin í Dritvík engu betri en á Djúpalónssandi. Það var bak við Dritinn, sem skipin skutust, og þá voru þau hólpin, er inn á sjálfan pollinn var komið. En einn er þó Þrándur í þeirri götu, og er það Brjóturinn, sem er klettur í miðju sundinu. Milli Dritsins og Brjótsins er sundið ekki breiðara en svo, að að svarar breidd bátsins og áranna á annað borðið. Sá hefur því þurft að vera öruggur og fumlaus, sem stýrði

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.