Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 27

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 27
BREIÐFIRÐINGUR 25 þessa leið. Ef eitthvað bar útaf, skall Brjóturinn á síðu bátsins, og var þá ekki að sökum að spyrja. Við Maríusand mátti lengi bjarga bátum, ef nægur mann- afli var til þess að taka á móti. Fagureyjar-Páll og bræður hans réru frá Dritvík í byrjun 19 .aldar. Um Pál var kveðið: Páll er orðinn mesti mann meður sínu hyski. Situr, stendur, sefur hann, seinast deyr í fiski. Páll og bræður hans fórust í lendingu í Dritvík, er þá bar upp á Brjótinn. Aðrir bátar lentu þá við Maríusand, en Páll var svo stærilátur, að hann vildi ekki, að aðrir tækju á móti sér; kvaðst hann oftast hafa lent einn. Tvær konur voru með þeim bræðrum á skipinu, og var þeim bjargað úr brimgarðinum. A hinu leitinu er Tröllakirkja, útvörður Dritvíkur. Vildi svo vel til í þetta sinn, að fjara var, og gafst hópnum því færi á að ganga í kirkju. I klettinn vestanverðan er hellir eða öllu heldur göng, því opið er í báða enda. Þar inni geta nokkrir tugir manna staðið. Drynur stundum hátt í Trölla- kirkju, þegar brimsog er í hellinum. Dritvík er nokkurra alda gömul sem verstöð. Manntals- árið 1703 eru nokkrir tugir manna taldir þar heimilis- fastir, en um síðustu aldamót eru róðrar þar niðurlagðir fyrir nokkru. Astæðan til þess, að róðrar aflögðust í Drit- vík er talin sú, að nokkur vor í röð hafi suðvestan áttin verið allsráðandi. Þá hafa Dritvíkursjómenn ekki verið öf- undsverðir. Svo til aldrei hefur gefið á sjó, og hluturinn eftir vertíðina hefur orðið eftir því. Ekkert er þá líklegra en að hlutur hafi þá orðið góður á Hellissandi og í öðrum

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.