Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 29
Br ekkuh j ónin
Við austan verðan Gufufjörð brosir fallegur bóndabær
móti suðri og sól.
Túnið er slétt og fallegt undir hárri og brattri brekku,
sem skýlir því fyrir norðannæðingunum, sem eru svo ásæln-
ir við Breiðaf jörð snemma á vorin. Þetta tún er því oft orðið
grænt löngu áður en önnur tún umhverfis jafnvel þótt skafl
sé enn fyrir ofan garðinn.
Allt í kring er ilmandi kjarrviður og blómsælar lautir
undir lágum, ávölum hæðum, sem mynda lítinn, fallegan
dal.
Þetta er Brekka í Gufudalssveit, eitt af þekktustu höfð-
ingjasetrum í Barðastrandasýslu á öndverðri 20. öld.
Hjónin, sem þarna réðu húsum í meira en hálfa öld, voru
einhver þau svipmestu og höfðinglegustu í allri sinni ró-
semi og látleysi, sem unnt er að hugsa sér. Heimilið allt
gætt þeim þokka, sem fögur sál og hreint hjarta veitir um-
hverfi sínu nær ósjálfrátt.
Allt var í föstum skorðum og svipmikið utan húss og
mnan, hver hlutur á heimilinu virtist eiga sérstaka aðild
og sérstök réttindi, meira að segja skepnurnar nutu virð-
ingar eftir verðleikum, hestum búin gröf áður en þeir voru
felldir, enginn fugl í mónum styggður af hreiðri sínu að
óþörfu, engum hlut kastað hugsunarlaust að loknu dagsverki,
Gestrisnin var með þeim hætti, að húsbóndinn gekk