Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
Andrés Ölafsson Guðrún Halldórsdóttir.
venjulega upp að hliði til móts við gesti sína, og húsfreyjan
stóð brosandi utan dyra, þegar gestur var leiddur í garð.
Samt var gestkoma meira en daglegur viðburður, því að
Brekka er svo í þjóðbraut, að framhjá komst enginn, svo að
verði ekki vart af öllum þeim, sem fara eina þjóðveginn,
sem liggur vestur yfir Barðastrandasýslu.
Og þar við bætist að Brekka var póststöð og símastöð frá
því fyrsta að slíkar stöðvar urðu til, og staðhættir þannig,
að þangað varð lokatakmark langþreyttra ferðamanna að
kvöldi, meðan aðeins var ferðast á hestum eða eigin fótum
um þessa lengstu strönd einnar sýslu á Islandi.
Brekka var því gististaður margra langferðamanna út-
lendra og innlendra, áður en bílvegurinn kom, en síðan eru
aðeins örfá ár. Myndarlegu bæjarhúsin, sem nú eru að
hruni komin, en stóðu áður tigin með fannhvít þil móti
geislum kvölds og morguns, hafa því veitt mörgum skjól
og yl ásamt góðum beina, og ekki gleymdust heldur hestar