Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 31

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 31
BREIÐFIRÐINGU R 29 ferðamanna, þeir fengu marga gómsæta tuggu og gælur við fax og flipa og hundarnir sváfu rólega í framdyrum eftir góða máltíð. Vart mundi sagt með meiri sanni, að nokkur bær hefði verið byggður um þjóðbraut þvera en húsin á þessu reisulega býli undir brekkunni fögru. Samt held ég, að óhætt sé að fullyrða, að aldrei í þessa hálfu öld var greið- inn seldur né ferðamaðurinn krafinn um eitt né neitt, aðeins kvaddur með virktum fyrir ofan hliðið og beðið í hljóði allrar blessunar Guðs á ferð sinni að loknum góðgerðum. Og sú skuld þjóðarinnar eða almennings við Brekku- heimilið er því orðin býsna stór, en líkt með hana og allar beztu gjafir lífsins, að hana þarf aldrei að borga, heldur aðeins að þakka með lífi sínu, eftir því sem hver er mað- ur til. Þarna ríkti hin sanna gyðja gestrisninnar borin í önd- vegi af hinum sanna mannkærleika, sem finnur æðstan unað í því að gefa og gleðja. Og Guð launaði þeim, sem veittu með blessun í búi, svo að þarna var alltaf mesta höfðingjasetur sveitarinnar, öll- um að öfundslausu og framfarabragur í hvívetna. Enda dugur og forsjá, reglusemi, nýtni og sparsemi uppistaðan í hamingjuvoð heimilisins. Hjónin á Brekku hétu Guðrún Halldórsdóttir og Andrés Ólafsson, bæði af valinkunnu fólki komin. Traust skap- gerð, göfgar erfðir og ágætt uppeldi mótaði svip þeirra, störf þeirra framkomu og fas í einu og öllu. Einkum var ætt Guðrúnar kunn og glæsilega samansett af þjóðkunnum mönnum og hún var að verðugu stolt af góð- um frændum, þótt ekki drægi það úr nærgætni hennar og ástúð við menn og málleysingja. Faðir hennar var Halldór sonur sr. Björns Eggertssonar prests í Garpsdal. En sr. Eggert var prestur í Stafholti og

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.