Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 33
BREIÐI'IRÐINGUR
31
að leita Guðs hjálpar undir þyngstu byrðum mannlegs
hjarta.
Þessi einkasonur Brekku-hjónanna hét Halldór, fæddur
11. janúar aldamótaárið, mjög efnilegur piltur og prúð-
menni mikið. Hann lézt 24. apríl 1924 í Reykjavík, og hafði
þá stundað nám í lögfræði við Háskólann tvo vetur. „Því
áfalli megnaði enginn að lyfta. Það var þyngra en orð fá
lýst, eftir það var lifað aðeins til að bíða“, segir Gunn-
hildur fósturdóttir Brekkuhjónanna, og mun það hið eina,
sem unnt er að segja með réttu um þennan atburð í lífi
þeirra.
Guðrún fæddist í Gautsdal í Geiradal 29. júní 1869, en
fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum að Þóris-
stöðum í Gufudalssveit og ólst þar upp.
Hún lærði ljósmóðurfræði í Reykjavík og sótti þá söng-
tíma til Jóns Helgasonar síðar biskups, enda var hugur
hennar alla stund við sönginn, jafnvel í örmegni síðustu
stundanna, þegar allt virtist þrotið, sem henni var veitt í
vöggugjöf, ornaði hún sér við ljóðræn söngstef löngu horf-
inna stunda. — Hún andaðist á Brekku 22. október 1951
og hafði þá verið lengi veik.
Andrés Olafsson var fæddur í Bæ í Króksfirði 23. sept-
ember 1866.
Faðir hans var Ólafur Andrésson frá Gautsdal, en móð-
ir Andrésar var Helga Guðmundsdóttir frá Þiðriksvöllum
og afi hennar var því Jón á Felli í Kollafirði á Ströndum.
En þetta eru merkar bændaættir vestra.
Ólafur faðir Andrésar á Brekku hafði verið þrekmenni
hið mesta, góður smiður, formaður á hákarlaveiðum og ágæt-
ur stjórnari á opnum bátum, sem þá voru notaðir og yfir
leitt hið mesta karlmenni í hverri raun.
Andrés líktist honum í mörgu, þótt ekki stundaði hann