Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Síða 33

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Síða 33
BREIÐI'IRÐINGUR 31 að leita Guðs hjálpar undir þyngstu byrðum mannlegs hjarta. Þessi einkasonur Brekku-hjónanna hét Halldór, fæddur 11. janúar aldamótaárið, mjög efnilegur piltur og prúð- menni mikið. Hann lézt 24. apríl 1924 í Reykjavík, og hafði þá stundað nám í lögfræði við Háskólann tvo vetur. „Því áfalli megnaði enginn að lyfta. Það var þyngra en orð fá lýst, eftir það var lifað aðeins til að bíða“, segir Gunn- hildur fósturdóttir Brekkuhjónanna, og mun það hið eina, sem unnt er að segja með réttu um þennan atburð í lífi þeirra. Guðrún fæddist í Gautsdal í Geiradal 29. júní 1869, en fluttist tveggja ára gömul með foreldrum sínum að Þóris- stöðum í Gufudalssveit og ólst þar upp. Hún lærði ljósmóðurfræði í Reykjavík og sótti þá söng- tíma til Jóns Helgasonar síðar biskups, enda var hugur hennar alla stund við sönginn, jafnvel í örmegni síðustu stundanna, þegar allt virtist þrotið, sem henni var veitt í vöggugjöf, ornaði hún sér við ljóðræn söngstef löngu horf- inna stunda. — Hún andaðist á Brekku 22. október 1951 og hafði þá verið lengi veik. Andrés Olafsson var fæddur í Bæ í Króksfirði 23. sept- ember 1866. Faðir hans var Ólafur Andrésson frá Gautsdal, en móð- ir Andrésar var Helga Guðmundsdóttir frá Þiðriksvöllum og afi hennar var því Jón á Felli í Kollafirði á Ströndum. En þetta eru merkar bændaættir vestra. Ólafur faðir Andrésar á Brekku hafði verið þrekmenni hið mesta, góður smiður, formaður á hákarlaveiðum og ágæt- ur stjórnari á opnum bátum, sem þá voru notaðir og yfir leitt hið mesta karlmenni í hverri raun. Andrés líktist honum í mörgu, þótt ekki stundaði hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.