Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 36

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 36
Vorhljómar Nú heilsar oss röddin himinskær, í haganum lyng og víðir grær, í hlíðinni stendur bóndabær með burstum og hvítum þiljum. Af heiðinni andar blíður blær og bunar í fjallagiljum. En djúpt inni í landi dalur hlær, þar dansar laxinn í hyljum. Söngur ómar, loftið ljómar, lyftist sól úr ægi blá. Fagur morgunröðull roðar reynilund og silungsá. Hér í blárra fjalla faðmi finn ég svölun æðstu þrá. Glitrar á blaði á grænum baðmi gullindaggar morgunbrá. Hýrt er í sveit, hjarðir á beit. Eygi ég út til stranda. Víðhvelfing há himinblá! Lyft mínum anda ljósvegu á! Þóra Marta Stefánsdóttir.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.