Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 37
Þórólfur Mostrarskegg
Eyrbyggja-saga segir að Hrólfur — kallaður Þórólfur
Mostrarskegg — sem bjó á eyjunni Mostur í Noregi, hafi
fyrstur manna tekið sér fastan bústað á Breiðafirði. Hér er
því um einn af merkisviðburðum í landnámssögu þessa
lands að ræða. Væri því ekki úr vegi — sízt fyrir Breið-
firðinga — að athuga nánar tildrög hans, ferðalag og að-
komu hins fyrsta fólks, sem sigldi inn á Breiðafjörð til að
taka sér þar varanlegan bústað. Eg geng fram hjá för
Hrafna-Flóka til Vatnsfjarðar, því að það varð aðeins
skyndiför.
Að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast,
hefur alltaf þótt gaman og þægilegt, og nú skulum við reyna
að gera þetta.
Það er nú kannske ekki eins frumlegt og ykkur kann að
virðast í fljótu bragði. Menn geta farið úr líkamanum og
ferðast á fjarlæga staði nú á dögum, það er sannað mál, og
einhvers staðar talar Páll postuli um, að hann hafi farið úr
líkamanum. Tíminn hefur ekki alls staðar gildi, þó að hann
sé nauðsynlegur veruleiki í okkar tilveru yfirleitt.
Nú veit ég að margir hafa lesið Eyrbyggju, samt kemst ég
ekki hjá því að skrifa upp nokkur orð úr sögunni. Hún segir:
Að Björn sonur Ketils flatnefs, hafi komizt í ónáð hjá
Haraldi konungi hárfagra, sem gerði hann útlægan úr
Noregi og réttdræpan, hvar sem hann fyndist, og gerði
konungur út menn til þess, en vinir Bjarnar gátu gert hon-
um aðvart, svo að hann komst á skútu með skyldulið sitt og
lausafé og hélt suður með landi, því að þá var vetur og
treystist hann eigi á haf að halda. Björn fór þar til er hann