Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 38

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 38
36 BREIÐFIRÐINGUR Bjarnarhafnarfjall. — Eyrarfjall í baksýn. kom í ey þá er Mostur heitir og liggur fyrir Sunnhörðulandi, þar tók við honum sá maður er Hrólfur hét, Ornólfsson fiskreka. Þar var Björn á laun um veturinn. Hrólfur var höfðingi mikill og mesti rausnarmaður, hann varðveitti þar á eynni Þórshof, og var mikill vin Þórs, og af því var hann Þórólfur kallaður. Hann var mikill maður og sterkur, fríð- ur sínum og hafði skegg mikið, því var hann kallaður Mostr- arskegg. Hann var göfugastur maður á eynni. En þegar Har- aldur konungur spurði að Þórólfur hafði haldið Björn Ketilsson útlaga konungs, þá gerði hann honum tvo kosti, annað hvort að fara útlaga sem Björn vin hans, eða leggja sitt mál á konungsvald. Þetta er sagt að hafi verið tíu vetr- um eftir að Ingólfur Arnarson fór að byggja ísland, og þótti sú ferð fræg, því að þeir menn er komu af Islandi, sögðu þar góða landkosti.

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.