Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 39

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Side 39
BREIBFIRÐINGUR 37 Jæja, nú skulum við byrja á því að seinka svolítið klukk- unni, við seinkum henni um svo sem rúmar tíu aldir, við erum ekki lengi að því. Svo ferðumst við í andanum til eyjunnar Mostur fyrir Sunnhörðalandi í Noregi og reynum að fylgjast með því sem þar gerðist á þeim tíma og ferð- umst svo með fólkinu alla leið til Islands. Eins og sagan getur um er nú vetur liðinn og farið að vora. Þórólfur hefur fengið að vita um kosti Haralds kon- ungs og þótti hvorugur góður og óvíst hvorn skyldi taka, þó uiikið hafi sjálfsagt verið um það rætt. En Þórólfur var trúmaður mikill á sína vísu og honum hefur farið eins og fleirum á þeim dögum og mörgum fer enn í dag að láta guð og lukkuna ráða, og gekk því að blóti miklu og gekk til frétta við Þór ástvin sinn, hvort hann skyldi sættast við konung eða af landi brott og leita sér svo annarra forlaga, en fréttin vísaði Þórólfi til Islands. Þar með var teninguri- um kastað. A hvern hátt, eða hvað það hefur verið sem hér skar úr málum er ekki hægt að vita um, en margt af því sem frum- stæðar þjóðir enn í dag taka mikið mark á og leggja mikið upp úr við þess konar athafnir, finnst okkur nú ósköp ó- merkilegt, en ég held að varlegast sé að fullyrða sem minnst um þesskonar hluti. Nokkuð er það, að fólk var á þeim dög- Um sterkt í trú sinni, eins og víða kemur fram og í þessu til- felli var henni treyst, nú var enginn efi lengur. Nú var hafizt handa til undirhúnings brottflutnings frá ættlandinu, yfir lítt þekkt haf og í ókunnugt land. Að líkindum hefur margt af því fólki ekki skilið við ættland sitt með glöðu geði, eða sársaukalaust, en hér varð engu um það þokað lengur, nú varð að byrja á undirbúningnum. Þórólfur fær sér stórt hafskip til ferðarinnar. Það er sagt að margir vinir Þórólfs hafi ráðist til ferðar með honum, svo skipið hefur hlotið að vera töluvert stórt, fráleitt minna en 70—80

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.