Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 40

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 40
38 BREIÐFIRÐINGUR tonna skip að okkar máli, fólkið hefur varla getað ver- ið færra en 50—60 manns, karlar, konur og börn, enda má ráða í um mannfjöldann, eftir því sem sagt er um hann á skipum annarra landnámsmanna, þar að auki varð að flytja nokkur pör af öllum þeim húsdýrum sem höfð voru heima fyrir, og nóg fóður og vatn til ferðarinnar. Húsavið mikinn, járn, tjöru, hamp og alls konar aðra vöru bæði æta og óæta, fyrir utan öll verkfæri og áhöld. Við getum víst ekki ímyndað okkur hvað það er, eða hvað mikla fyrir- hyggju og framsýni þarf til þess að flytja í óbyggt land og verða að bjarga sér að öllu leyti sjálfur. Þá var ekki hægt að fara í kaupstaðinn. -— Þórólfur tekur með sér alla viðina úr hofinu og eitthvað af moldinni undan stallanum þar er Þór hafði setið. Þá hefur ekki verið lítið það verk, sem kvenfólkið hefur orðið að leysa af höndum til ferðar- innar. Það hefur sjálfsagt mátt segja, að á bæ Þórólfs hafi allt verið á öðrum endanum langan tíma fyrir burtförina. Svo kemur að því að lokum, að undirbúningurinn er langt kominn. Skipið liggur við land, það er búið að láta í það allt, sem hægt er, nema það allra nauðsynlegasta, sem verður að bíða síðasta dagsins, en það er ekki hægt að halda af stað strax, veðrið eða veðráttan verður að ráða. — Þórólfur vissi nokkurn veginn um legu Islands og hvað væri margra daga sigling þangað í vissri vindátt og með vissum byr, því hafði hann hann heyrt menn segja frá, hann vissi t.d. að austan eða austnorðanátt væri þægileg- asta og heppilegasta vindstaðan til íslands, þá væri einbyri alla leið, ef vindur entist, og það var meginatriði ferðarinn- ar að fá hagstætt veður og fljóta ferð með þann flutning sem þar var innanborðs — nokkurs konar Nóa-örk, — það var ekki glæsilegt að lenda í hafvillu eða óhagstæðri vind- átt, því í svona flutningum var sannarlega teflt á tvær hætt- ur á þeim tímum. Þórólfur lagði sig eftir því allan fram að

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.