Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 41

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 41
BREIÐFIRÐINGUR 39 sjá út veður til ferðarinnar og hann var eins og vanir sjó‘ nienn á þeim tímum, ótrúlega glöggur á þess konar hluti, og hefur sú gáfa og glöggskyggni gengið að erfðum meðal íslenzkra manna, þó hún sé frá fleirum en Þórólfi komin. Líklega hefur verið komið fram á mitt vor eða jafnvel lengra, þegar öllum undirbúningi var lokið, og veðrátta því verið farin að verða hæg og stöðugri, og Þórólfur getað byrjað ferð sína í hagstæðum austanbyr með góðu útliti. Og upp rennur sá dagur er kallið kemur, allt kemst á ferð og flug, það síðasta er nú flutt um borð, bæði skepnur og allt annað sem eftir var áður, auðn og tómleiki er alls staðar yfir að líta á bæ Þórólfs. Að endingu fara allir á skip, sem með ætla að fara í ferðina. Festar eru leystar, undin upp segl og sigldur hagstæður byr til hafs. Noregs-strendur og fjöll smálækka, þar til þau hverfa með öllu. Feðrafoldin gamla er kvödd. Ekkert sést nema himinn og haf. Þó að Þórólfur hafi engann áttavitann, verða honum ekki svo mikil mistök í að halda áttinni, enda er byr af líkri átt og veður bjart. Eftir nokkurra dægra siglingu, eygist framundan eitthvað hvítt. Jöklar Islands rísa úr sæ og smá- hækka, og áfram er haldið upp undir ströndina, en hún er ekki glæsileg til landtöku, sízt með svona farm. Þórólfur i'æður það því af að halda áfram siglingunni vestur með ströndinni, því byr er þægilegur og veður gott. En að því kemur að ströndina þrýtur í þessa átt, án þess að hægt sé að halda sömu stefnu lengur, því að landið liggur svo mikið til norðurs, þar að auki virðist haf eitt hér fyrir innan, en lengst framundan bólar á einhvern hvítan koll °g mun þar vera land fyrir. Þórólfur tekur því það ráð að beita skipi sínu svo nálægt vindi sem hann getur, og sér þá að með sömu vindátt muni hann geta náð þessu landi, ef þar kynni höfn að vera nálægt. Til frekari skilnings verð ég að lesa nokkrar línur úr

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.