Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 42

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Blaðsíða 42
40 BREIÐFIRÐINGUR Eyrbyggju og eru þær svona: „Síðan sigldi Þórólfur í haf og byrjaði honum vel, og fann landið, og sigldi fyrir sunn- an, vestur um Reykjanes. Þá féll byrinn, og sáu þeir að skárust inn í landið firðir stórir. Þórir kastaði þá fyrir borð öndvegissúlum sínum þeim er staðið höfðu í hofinu. Hann mælti svo fyrir að hann skyldi þar byggja á Islandi sem Þór léti þær á land koma. En þegar þær hóf frá skipinu sveif þeim til hins vestra fjarðarins, og þótti þeim fara eigi vonum seinna. Eftir það kom hafgola, sigldu þeir þá vestur fyrir Snæfellsnes og inn á fjörðinn. Þeir sjá að fjörðurinn er ákaflega breiður og langur mjög, stórfjöllótt hvorum tveggja megin. Þórólfur gaf nafn firðinum og kallaði Breiða- fjörð. Hann tók land fyrir sunnan fjörðinn, nær miðjum, lagði skipið í vog þann er þeir kölluðu Hofsvog síðan.“ Hin langa sjóferð var þar með á enda, og mun hafa tekizt giftusamlega. Það sem ég las upp úr sögunni, er bersýni- lega mjög ruglingslegt, eins og því er fyrirkomið. Sögurit- arinn hefur ekki viljað sleppa sögnunum, en ekki athugað, að þær geta sumar alls ekki staðist í þeirri röð eða niður- skipun. Til dæmis segir, að við Reykjanes hafi byrinn fallið og að þá hafi þeir séð að inn í landið skárust firðir stórir. Þetta er mjög hæpin ályktun suður við Reykjanes. Fjörður sést þaðan enginn, frekar mætti tala um stóran Flóa, þó mun varla yfir mikinn hluta af Snæfellsnesfjallgarði þaðan að líta, og fyrir gjörókunnuga því síður ástæða til að tala um firði þaðan að sjá. Og þar suður frá er sagt að Þórólfur hafi kastað fyrir borð öndvegissúlum sínum, og að þeim hafi svifið einkennilega hratt til hins vestra fjarðarins, og eftir það hafi komið hafgola og hafi þeir þá siglt vestur fyrir Snæfellsnes. Af því að ég er ekki ókunnugur meiri- hluta þessarar sjóleiðar og ýmsum aðstæðum, þá ætla ég að setja fram mínar skýringar og ályktanir. Fyrst er það, að Þórólfur hefur verið mjög heppinn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.