Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 43
15RE1ÐFIRÐINGUR
41
veðráttu yfir hafið og alla leið, hann hefur lent í eindreg-
inni austanátt með hreinviðri og er hún ekki ótíð hér við
suðvesturland þegar fer að líða á vorið. Hann hefur getað
siglt rúman vind eins og það er kallað, alla leið frá Noregi
og vestur að Reykjanesi á Islandi. Skip þeirra höfðu frem-
ur stór segl og hafa því getað náð töluvert miklum hraða
á undanhaldi, en þeir gátu ekki beitt skipum sínum eins
nálægt vindi og með nútíma seglaútbúnaði. Þeir hafa varla
getað siglt mikið minna en hálfan vind, sem kallað er, og
það er einmitt ástæðan fyrir því, hvert Þórólfur siglir.
Því að þegar hann kemur fyrir Reykjanes, er austanátt út
úr Faxabugt, svo að hann gat ekki náð landi með skjótum
hætti, en þeir sjá Snæfellsjökul og að þangað er hægt að
ná með sömu vindstöðu, og taka því það ráð að reyna að
"á þsr landi. En allir vita, sem siglt hafa fyrir Jökul, að
í hreinviðris austanátt er logn vestan undir Jöklinum, og
þar á lognið við, sem sagan getur um, en ekki suður við
Reykjanes, og súlunum var heldur ekki kastað þar í sjóinn.
En nú var komið logn og ekki hægt að sigla, en hafi nú
eins og álíta má af sögunni, og því hvort þeir komust, verið
byrjun austurfalls þegar þeir komu í lognið undir Jöklin-
um, þá er vitað að straumur þungur liggur með austurfalli
norður um ræsið og hefði því getað borið skipið norður
undir Svörtuloft eða Ondverðarnes. En við Breiðfirðingar
þekkjum vel veðurlag í góðri tíð að vorinu, sem við köllum
tilgönguveður. — Austanvindur að kvöldinu og yfir nótt-
ina fram undir hádegi, svo logn um stund og síðan norð-
vestan stinnings kaldi fram á næsta kvöld, og því skarpari
vindur, sem innar dregur, og það er þessi hafgola, sem
sagan talar um þegar þeir sigldu vestur fyrir Snæfellsnes.
Eftir þessu hefur hin fyrsta sigling inn á Breiðafjörð að
sunnanverðu — svo vitað sé — farið fram um hádegi undir