Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 45

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 45
BREIÐFIRÐINGUR 43 ósennilegt að menn hafi horft á súlurnar svo lengi sem þeir gátu séð þær, og þótt þær fara óvenjulega hratt yfir, en þar var skiljanlega straumurinn að verki og á þessum slóðum mun hann liggja beint inn á Jónsnes. Einhverjir munu nú segja, að með þessari skoðun, hvar súlunum var varpað fyrir borð, sé trúargildið á súlurnar hurt numið. En ekki er það mín skoðun. Eg hef aðeins viljað sýna fram á og nema burtu öfgarnar, bæði í þessari frásögn um súlur Þórólfs, eins og líka kemur berlega fram í súlna- frásögnum annarra landnámsmanna, og hef ég reynt að gera grein fyrir því í ritgerð minni, „Landnám Ingólfs og bústaðaval“. En hitt stendur óhrakið, að súlunum var kast- að fyrir borð, eins og sögurnar segja, og var það gjört vegna sterkrar trúar á táknin og jafnvel á andann, sem í þeim bjó. Enda eru táknin alltaf mikilsverð atriði í öllum trúar brögðum, og ekki er það hvað sízt í kristnum dómi, t.d- krosstáknið. En helgisagnir sem lengi geymast í minni fólks áður en þær eru skráðar, fara venjulegast langt fram úr hin- um upprunalega veruleika. Við höfum þá fylgt Þórólfi og fólki hans, í anda, frá því að það tekur að búa sig til burtflutnings úr eyjunni Mostur í Noregi, og þar til að það er lent heilu og höldnu í Hofstaðavogi. En við skulum ekki skilja við það alveg strax. Margt hefur verið rætt um land og landslag á leiðinni inn Breiðafjörð, og þegar inn til eyjanna kom hefur margt borið fyrir sjónir. Eyjarnar fullar af fugli og skerin af selum, og allt hefur þetta glápt á þetta undur sem hér rann eftir sjónum, og svo þessi undra dýr sem ganga bara á aft- urfótunum, það er óhætt að segja að hér urðu stórkostleg tímamót í sögu dýralífsins. En maðurinn er nú venjulega vanur að líta fyrst og fremst á sinn hag, og svo mun Þórólfur einnig hafa gert, honum mun hafa litist lífvænlega á umhverfið, alls staðar virtust

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.