Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 48

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 48
46 BREIÐFIRÐINGUR út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi hon- um. — Brott fór hann þaðan og suður um Reykjanes og vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom í mót honum berg- risi og hafði járnstaf í hendi, og bar höfuðið hærra en fjöll- in, og margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann aust- ur með endilöngu landi, var þá ekki nema sandar og öræfi og brim mikið fyrir utan, en haf svo mikið millum land- anna, segir hann, að ekki er þar fært langskipum. Svona segir Snorri frá. Hvað sem um sannleiksgildi sög- unnar er að segja, þá sýnir hún glöggt, trúna á hollvætti landsins, ef landsmenn sjálfir ekki bregðast, og þessi tákn- ræna skoðun er til enn, því að hún kemur fram í hinum fjórum myndum hollvættanna, sem verja íslenzka fánann í skjaldarmerki landsins, og geri ég ráð fyrir að flestir hafi tekið eftir því, t.d. á öllum símaskrám. Það eru víst flestar þjóðir sem eiga eitthvert skjaldarmerki, en ég tel óvíst að þær eigi hugnæmara og sögulega traustara en Is- lendingar. Eg býst nú við að flestir þykist upp úr því vaxnir nú á dögum, að trúa á vætti eða hollvætti, en hvað skal segja, er ekki eins og einhverjir hollvættir eða hulinn verndar- kraftur hafi verið yfir þessu landi og þjóð, í þeim ógurlega hildarleik sem nú hefur geysað í heiminum, þó að ekki sé út í fleira farið. Til gamans skal ég geta þess, að það eru ekki mörg ár síðan að hér var á ferð útlendingur, hann sá víst margt fleira en almenningur venjulega sér, það er haft eftir hon- um, að hér væri fullt af náttúruöndum. Lesendur góðir! Um leið og ég þakka ykkur fyrir sam- fylgdina á þessu ferðalagi, veit ég að við erum öll sammála um að óska þess, að verndarvættir Breiðafjarðar og alls landsins haldi áfram að standa vörð um velfarnað lands og þjóðar. Þorst. J. ]óhannsson. fra Narfcyn

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.