Breiðfirðingur - 01.04.1958, Síða 56
54
BREIÐFIRÐINGUR
Brim við Hellissand.
sleppa stýrinu, því að bátnum varð að stýra beint undan
rokinu, en hinir tveir höfðu nóg að gjöra við austurinn,svo
bátinn ekki fyllti. Eg átti að nota afturskautið. En vegna
veðurofsans var erfitt að bera seglið fyrir staginn, því að
það urðum við að gjöra, ef nota átti afturskautið. Eg sá að
of mikil töf yrði að því, enda enginn mannskapur til þess.
Allir við önnur störf en ég, en seglið stórt og erfitt viður-
eignar í síkum veðurofsa. Ég notaði því framskautið og
reyndist það nógu stórt. Þegar ég setti það upp, tók Bliki
það tilþrifamikið rennsli, að á meiru var engin þörf. Hann
hljóp nú marga báruna af sér og engin áföll lentu á hon-
um, enda var stjórn Guðmundar ágæt. Þurfti nú ekki öðr-
um austri að sinna, en þeim sem skóf inn. Hafði þá einn
við að ausa og skiptust þeir á um það, liinir hásetarnir.
Vegna bylsins og særoksins, sást lítið út frá borðstokkn-
um. Við treystum því að vindstaðan hefði ekki breyzt og
værum við þá nálægt réttri leið. En það reyndist nú annað.
Eftir lítinn tíma fór vindstaðan að verða breytileg, sín
kviðan úr hverri áttinni, en veðurofsinn engu minni. Kvið-