Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 59

Breiðfirðingur - 01.04.1958, Page 59
Minni Gleði (Flutt á Þorrablóti í Flatey af Sveinbirni Guðmundssyni.) Háttvirtu, glöðu veizlugestir! Það hefur nú fallið mér í skaut að tala um Gleði, þessa ævagömlu, en þó síungu himin- komnu dís, sem enginn þykist hafa séð, því síður hönduni farið. Fer hún þó sízt hulduhöfði. Þótt skemmtiskráin ætli mér þetta ákveðna efni, er mér ekki svo markaður bás, að ég megi ekki hverfa frá því um stund, nota því tækifærið. En verið þið róleg, ég skal koma aftur til Gleði og gera henni skil. Það væri nógu vel til fallið, að fyrir hvert Þorrablót væri valinn maður, sem skipaði sæti Þorra og hefði forsæti á blótinu, en þar til kjörin drottning gleðinnar skipaði önd- vegi með honum. Ef ég hefði verið yngri, mundi mér hafa þótt gaman að skipa þetta öndvegi við og við. Þá hefði konan mín elskuleg skipað drottningarsætið. En því miður erum við nú orðin of hnigin til þess að skipa þann bekk. — „Ellin hallar öllum leik“. Eg finn þetta, blessuð verið þið, en ég kannast ekki við það, — nema við kunningja mína. Og ég get sagt ykkur. auðvitað í fullum trúnaði, að mér er hábölvanlega við það, þegar í mesta meinleysi hrýtur út úr kunningja mínum „gamli maðurinn“, ég tala nú ekki um „karlinn“ og ekki verður um villzt, að átt er við mig. Eg hef víst oft sagt ykk- ur það, og segi ykkur það enn. Eg ætla ekki að verða gamall! Vitanlega verður ekki hjá því komist, að sá hlutinn, serr:

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.